Endurskoðun deiliskipulags Búðargils.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 3. nóvember 2009 í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt endurskoðað deiliskipulag fyrir Búðargil. Deiliskipulagið nær til lóðar nr. 2 við Sunnutröð og felur m.a. í sér að hámarksstærð húsa verður 185 m² í stað 78 m² og byggingarreitir B og E verða stækkaðir. Á byggingarreit A verður heimilt að byggja þjónustuhús og frístundahús á tveimur hæðum, en hámarkshæð verður óbreytt, en byggingarmagn verður 600 m² í stað 250 m². Gistirýmum verður fjölgað úr 132 í 178 og bílastæðum úr 43 í 69.
Með auglýsingu þessari fellur úr gildi eldra deiliskipulag fyrir Búðargil frá 2003, ásamt síðari breytingum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 17. nóvember 2009,
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri.
B-deild - Útgáfud.: 18. nóvember 2009