Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, 1. áfangi, Stekkjartún 26-28-30. Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 25. ágúst 2011 í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Stekkjartún 26-28-30.
Breytingin felur m.a. í sér að húsgerð H breytist. Í stað tvíbýlishúsa með alls 6 íbúðum, koma fjölbýlishús, hvert með fjórum íbúðum, alls 12 íbúðir. Bílastæðum fjölgar úr 12 í 24. Lóðirnar stækka að götu og gangstétt færist inn á lóðir sem kvöð. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.