Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, 1. áfanga.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. október 2010 í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi, 1. áfanga, Fossatún 6-8. Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit til norðurs um 3,5 x 3,5 m.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
Breyting á deiliskipulagi kirkjugarðs á NaustahöfðaBæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. október 2010 í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir kirkjugarð á Naustahöfða. Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit kapellu um 92 m².
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
Deiliskipulag fyrir Fosshlíð, Mánahlíð, Sunnuhlíð og Barmahlíð.Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. október 2010 í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulag sem afmarkast af Skarðshlíð að austan, Fosshlíð að sunnan, Hlíðarbraut að vestan og Sunnuhlíð að norðan. Skilgreindir eru byggingarreitir á öllum lóðum. Á lóð nr. 8 við Barmahlíð verður heimilt að reisa einbýlishús eða parhús á 1-2 hæðum ásamt bílskúr.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 25. október 2010,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála