Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 29. júlí 2010 í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt endurskoðað deiliskipulag fyrir Breiðholt, hesthúsahverfi. Með endurskoðun skipulagsins eru gerðar nokkrar breytingar á lóðamörkum og skilgreindir byggingarreitir á öllum lóðum hverfisins.
Með auglýsingu þessari fellur úr gildi eldra deiliskipulag fyrir Breiðholt, hesthúsahverfi, frá 2001, ásamt síðari breytingum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 16. september 2010,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 30. september 2010