Samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, hefur ráðherra þann 28. janúar 2011 staðfest breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 frá 15. desember 2006.
Breytingin felst í:
Íbúðarsvæði 2,7 ha minnkar í 2,0 ha og breytist í blandað svæði fyrir íbúðir og þjónustustofnanir.
Að opið svæði til sérstakra nota minnkar um 1,1 ha.
Nýju svæði fyrir þjónustustofnun 1,8 ha að stærð.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur málsmeðferð verið í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 og Skipulagsstofnun gert tillögu til ráðherra um staðfestingu.
Breytingin öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 28. janúar 2011.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson
Íris Bjargmundsdóttir
B-deild - Útgáfud.: 28. janúar 2011