Nr. 681/2010 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulag tjaldsvæðisreits við Þórunnarstræti.

Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. ágúst 2010 í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulag fyrir tjaldsvæðisreit við Þórunnarstræti. Deiliskipulagið afmarkast af Byggðavegi, Þingvallastræti, Þórunnarstræti og Hrafnagilsstræti. Skilgreind eru m.a. lóðamörk, byggingarreitir og bílastæði fyrir svæðið. Heimilt verður að bæta einni hæð ofan á austurálmu Þingvallastrætis 23.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 3. september 2010,

Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála

B-deild - Útgáfud.: 3. september 2010

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan