Breyting á deiliskipulagi Brálundar, vegna tengingar Brálundar við Miðhúsabraut.
Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 8. júlí 2010 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Brálund.
Breytingin felst í að gert er ráð fyrir tengingu Brálundar við Miðhúsabraut.
Deiliskipulagsáætlunin hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, 2. áfanga, vegna Kjarnagötu 50-68.
Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 15. júlí 2010 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi, 2. áfanga, Kjarnagötu 50-68.
Breytingin felst í að á lóð 50-68 við Kjarnagötu er byggingarreitur stækkaður og heimilt verður að reisa fimm stök tveggja hæða, fjögurra íbúða hús með samtals 20 íbúðum í stað þriggja hæða húsa með 30 íbúðum.
Deiliskipulagsáætlunin hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 9. ágúst 2010,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 10. ágúst 2010