Deiliskipulag Glerár, frá stíflu til sjávar.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 15. júní 2010 í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga, samþykkt deiliskipulag Glerár, frá stíflu til sjávar.
Deiliskipulagssvæðið nær til Glerár og nánasta umhverfis, frá gömlu brúnni við Sólvang, Bandagerðisbrú, að brúnni við Hjalteyrargötu. Fyrirhugað er að efla ársvæðið sem útivistarsvæði og auka aðgengi almennings m.a. með stígakerfi, göngubrúm og undirgögnum undir Borgarbraut og Hörgárbraut.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, svæðis norðan Tjarnarhóls, vegna Heiðartúns 1-5.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 15. júní 2010 í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga, samþykkt deiliskipulagsbreytingu vegna Heiðartúns 1-5. Breytingin felst í því að heimilt verður að byggja 1-2 hæða hús á lóðunum nr. 1-5 við Heiðartún í stað tveggja hæða. Byggingarreitir eru stækkaðir úr 12,5-16 m í 16-17 m og bindandi byggingarlína er lengd úr 7 m í 8,5 m.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
Breyting á deiliskipulagi Mýrarhverfis, vegna Rauðumýrar 18.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 15. júní 2010 í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga, samþykkt deiliskipulagsbreytingu vegna Rauðumýrar 18. Breytingin felst í því að byggingarreitur fyrir bílskúr verður 9x5 m í stað 8x4 m. Hámarksstærð bílskúrs verður 37m².
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 8. júlí 2010,
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri.
|