Nr. 569/2010 AUGLÝSING um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, tengingar við aðalgatnakerfið.

Samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur ráðherra þann 10. júní 2010 staðfest breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 frá 15. desember 2006.
Breytingin felst í því að gerð er nánari grein fyrir helstu tengingum innra gatnakerfis Akureyrar við stofn- og tengibrautir. Á gildandi þéttbýlisuppdrætti er gerð grein fyrir aðalgatnakerfi bæjarins. Í breytingunni eru tengingar við aðalgatnakerfið, sem liggja yfir óbyggð svæði og opin svæði til sérstakra nota, settar inn á skipulagsuppdrátt og jafnframt bætt inn vegum utan þéttbýlis sem ekki eru stofn- eða tengivegir. Aðrar tengingar og innra gatnakerfi verða skilgreind í deiliskipulagi.
Bætt er við tákni fyrir ?aðrar götur? í skýringum.
Jafnframt er gerð sú lagfæring að sett er inn á uppdráttinn tákn fyrir hverfisverndarsvæði í miðbæ í samræmi við texta og mynd í kafla 3.3 í staðfestri greinargerð en táknið hafði fallið niður á staðfestum uppdrætti.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur málsmeðferð verið í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 og Skipulagsstofnun gert tillögu til ráðherra um staðfestingu.
Breytingin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 10. júní 2010.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Íris Bjargmundsdóttir

 

B-deild - Útgáfud.: 6. júlí 2010

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan