Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, hefur Skipulagsstofnun þann 4. maí 2011 staðfest breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 frá 15. desember 2006.
Breytingin tekur til landnotkunar á gatnamótum Hlíðarfjallsvegar og Síðubrautar þar sem sett er inn tákn fyrir lítið iðnaðarsvæði í stað óbyggðs svæðis. Á svæðinu verður reist dreifistöð fyrir raforku sem einkum mun þjóna iðnaðarsvæði á Rangárvöllum og landnotkunarsvæðum í Hlíðarfjalli. Einnig er mörkum þéttbýlisins breytt þannig að það stækkar til vesturs um 1,3 ha þannig að iðnaðarsvæðið verður innan þéttbýlis.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur málsmeðferð verið í samræmi við ný skipulagslög nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.
Skipulagsstofnun, 5. maí 2011.
Stefán Thors.
Erna Hrönn Geirsdóttir.
B-deild - Útgáfud.: 19. maí 2011