Nr. 491/2010 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Gleráreyrar 1

Breyting á deiliskipulagi verksmiðjusvæðisins á Gleráreyrum.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 18. maí 2010 í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga, samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir verksmiðjusvæðið á Gleráreyrum. Breytingin nær til lóðar nr. 1 við Gleráreyrar og felur í sér að á austurhluta lóðarinnar er skilgreindur byggingarreitur fyrir sjálfsafgreiðslueldsneytisstöð, m.a. eldsneytisdælur, eldsneytistanka, olíuskiljur og tæknirými fyrir dælubúnað. Heimilt er að reisa skilti á lóðinni utan byggingarreits.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 3. júní 2010,

Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.

B-deild - Útgáfud.: 4. júní 2010

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan