Breyting á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar. Lundargata 17 og Fróðasund 3.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 22. desember 2009 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir suðurhluta Oddeyrar.
Breytingin felur m.a. í sér að lóð Lundargötu 17 stækkar og verður 590 m². Hús sem á henni standa víkja og má í stað þeirra reisa parhús á tveimur hæðum og stakstæða bílgeymslu. Lóð nr. 3 við Fróðasund minnkar frá austri en stækkar til vesturs og verður 323 m². Heimilt var að rífa hús á lóðinni samkvæmt gildandi deiliskipulagi, en sú heimild er nú felld úr gildi.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 11. janúar 2010,
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri.
B-deild - Útgáfud.: 25. janúar 2010