Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis 1. áfanga, Geislatún 2-10.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 7. desember 2010 í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga, samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi 1. áfanga. Breytingin felur í sér að við Geislatún 2-10 er heimilt að byggja útbyggingar, að hámarki 15 m² við hverja íbúð.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
Breyting á deiliskipulagi Undirhlíðar ? Miðholts.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 7. desember 2010 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Undirhlíð - Miðholt. Breytingin nær til lóðar nr. 1-3 við Undirhlíð og felur í sér að í stað tveggja 26 íbúða blokka megi Undirhlíð 1 vera með 25 íbúðum og Undirhlíð 3 með 27 íbúðum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 3. janúar 2011,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála
B-deild - Útgáfud.: 17. janúar 2011