Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, 2. áfanga.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 1. febrúar 2011 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi, 2. áfanga. Breytingin felur í sér að lóð nr. 4 við Þrumutún stækkar til suðurs um 7,9 m² og lóð nr. 2 við Þrumutún minnkar sem því nemur.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 7. febrúar 2011,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála
B-deild - Útgáfud.: 17. febrúar 2011