Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. október 2010, í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, samþykkt endurskoðað deiliskipulag fyrir Giljahverfi.
Deiliskipulagið afmarkast af Hlíðarbraut í austri, Borgarbraut í norðri og opnu svæði í vestri og suðri. Skipulagið felur í sér endurskoðun og sameiningu allra fimm skipulagsáfanga hverfisins í eina heild. Breytingar frá eldra skipulagi eru m.a. lóðastækkanir nokkurra lóða á jöðrum svæðisins, ný afmörkun byggingarreita og bætt göngustígakerfi.
Með auglýsingu þessari fellur úr gildi eldra deiliskipulag fyrir Giljahverfi, 1. til 5. áfanga, ásamt síðari breytingum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 16. desember 2010,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 4. janúar 2011