Breyting á deiliskipulagi, Naustahverfi 1. áfangi, Hamratún 22-24.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 18. október 2011 í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkt
deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi 1. áfanga, Hamratún 22-24.
Breytingin felur í sér að einni lóð undir 2ja hæða fjölbýlishús er skipt upp í tvær lóðir. Núverandi
hámarksíbúðafjöldi á óskiptri lóð er 8 íbúðir og verður 4 íbúðir á hvorri lóð,
(samtals 8 íbúðir á báðum lóðum). Núverandi byggingarreit, stærð 12 x 52, er skipt upp og verður 12 x 18 á hvorri
lóð. Leyfð hámarksstærð húss á núverandi lóð er 1.244 m² og verður 622 m² á hvorri lóð.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála.