Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. nóvember 2012 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt
deiliskipulagsbreytingu fyrir Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis og nágrenni.
Svæðið sem deiliskipulagið nær til er götustæði Dalsbrautar frá Þingvallastræti í norðri að Miðhúsabraut
í suðri ásamt nokkrum fullbyggðum íbúðasvæðum sem liggja að götustæðinu. Með úrskurði
úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála var norðurhluti skipulagsins, frá Skógarlundi að Þingvallastræti, felldur úr gildi þar
sem ósamræmi var milli deiliskipulagsins og gildandi aðalskipulags. Nú hefur aðalskipulagi verið breytt.
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að norðurhluti skipulagssvæðisins, frá Skógarlundi að Þingvallastræti, tekur gildi og verður
hluti af skipulagsgögnum. Þar er m.a. gert ráð fyrir tengibrautinni Dalsbraut, göngu- og hjólreiðastígum og eru byggingarreitir og
nýtingarhlutfall skilgreint fyrir allar lóðir innan svæðisins. Önnur breyting er gerð á suðurhluta skipulagssvæðisins, en
þar eru hljóðmanir meðfram Dalsbraut beggja vegna lengdar til suðurs.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 28. nóvember 2012,
Anna Bragadóttir,
verkefnastjóri skipulagsmála
B-deild - Útgáfud.: 30. nóvember 2012