Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 21. júní 2011 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir norðurhluta miðbæjar Akureyrar.
Deiliskipulagsbreytingin nær til Hólabrautar, Laxagötu, Smáragötu og hluta Gránufélagsgötu. Breytingin gerir m.a. ráð fyrir sameiningu þriggja lóða við Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í eina, Hólabraut 16, og breyttri aðkomu að versluninni. Lóðamörk, byggingarreitir og nýtingarhlutfall er skilgreint fyrir allar lóðir innan svæðisins. Gert er ráð fyrir því að Laxagata verði einstefnugata en Hólabraut og Smáragata botnlangagötur.
Tillagan var auglýst 9. mars með athugasemdafresti til 20. apríl 2011. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir Stjórnkerfi / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur. Þann 17. febrúar 2011 var haldinn íbúafundur og fyrirhuguð deiliskipulagsbreyting kynnt. Athugasemdum sem bárust á auglýstum athugasemdartíma var svarað á fundi skipulagsnefndar þann 1. júní 2011.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar. Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála með kæru sbr. 52.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hólabraut - Laxagata