Nú liggur fyrir tillaga að nýju deiliskipulagi og er óskað eftir viðbrögðum íbúa og atvinnurekenda við þeim. Markmiðið er að miðbærinn verði öflugur vettvangur mannlífs, menningar og atvinnutækifæra.
Skipulagstillögurnar eru kynntar á veggspjöldum sem hanga uppi í Amtsbókasafninu og mun sýningin standa til 4. mars. Amtsbókasafnið er opið á virkum dögum frá kl. 10 til 19, laugardaga frá 12 til 17 en lokað á sunnudögum. Hér fyrir neðan má nálgast kynninguna á pdf formi.
Kynning
Sýning 1
Sýning 2
Athugasemdum við deiliskipulagstillöguna má skila á netfangið midbaer@akureyri.is fyrir 5. mars 2009.