Kirkjugarður á Naustahöfða. Tillaga að deiliskipulagi

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi kirkjugarðs á Naustahöfða, samþykkta í bæjarstjórn 20. október 2009.

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Miðhúsabraut í suðvestri, Þórunnarstræti í vestri og brekkubrúninni í norðri og austri. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir þremur lóðum á svæðinu. Á lóðum fyrir Höfðakapellu og áhaldahús eru skilgreindir byggingarreitir fyrir frekari uppbyggingu á þjónustu og aðstöðu sem tilheyrir kirkjugarðinum. Á lóð fyrir kirkjugarðssvæðið er skilgreint greftrunarsvæði, reitir fyrir duftker, jarðvegstipp og athafnasvæði. Aðkoma að svæðinu verður annarsvegar frá Höfðagötu sem tengist inn á Þórunnarstræti og hinsvegar syðst á svæðinu frá Miðhúsabraut.

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 4. nóvember til 16. desember 2009 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.

Kirkjugarður á Naustahöfða - deiliskipulagsuppdráttur

Kirkjugarður á Naustahöfða - greinargerð

Samhliða þessari auglýsingu er auglýst breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018, skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, þar sem opið svæði til sérstakra nota 2.61.11 O fyrir kirkjugarð á Naustahöfða stækkar úr 9,0 ha í 10,4 ha. Athugasemdafrestur hennar er frá 4. nóvember til 16. desember 2009.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 16. desember 2009 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

                                               4. nóvember 2009
                                                  Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan