Glerá - frá stíflu til sjávar. Tillaga að deiliskipulagi - Lokið

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi samþykkt í bæjarstjórn 13. apríl 2010.

Skipulagssvæðið nær til Glerár og nánasta umhverfis, frá gömlu brúnni við Sólvang, Bandagerðisbrú, að brúnni við Hjalteyrargötu. Fyrirhugað er að efla ársvæðið sem útivistarsvæði og auka aðgengi almennings m.a. með stígakerfi, göngubrúm og undirgöngum undir Borgarbraut og Hörgárbraut.

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 21. apríl til 2. júní 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.

Glerá - frá stíflu til sjávar - uppdráttur, tillaga

Glerá - frá stíflu til sjávar - tillaga að greinargerð

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 2. júní 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

21. apríl 2010

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan