Bæjarráð Akureyrar auglýsir hér með skv. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir Giljahverfi. Bæjarráð samþykkti að auglýsa tillögunina þann 29. júlí 2010.
Deiliskipulagið afmarkast af Hlíðarbraut í austri, Borgarbraut í norðri og opnu svæði í vestri og suðri. Í tillögunni felst endurskoðun og sameining allra fimm áfanga hverfisins í eina heild. Breytingar frá gildandi deiliskipulagi eru m.a. lóðastækkanir nokkurra lóða á jöðrum svæðisins, afmörkun byggingarreita breytt og bætt göngustígakerfi.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 11. ágúst til 22. september 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Giljahverfi - deiliskipulagsuppdráttur, tillaga
Giljahverfi - skýringaruppdráttur, tillaga
Giljahverfi - greinargerð, tillaga
Frestur til að gera athugasemdir er til og með miðvikudeginum 22. september 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
11. ágúst 2010
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.