Frá Akureyrarkaupstað, kynning vegna breytingar á aðalskipulagi
Um þessar mundir er unnið að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Tillagan er gerð í samræmi við
skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur lagt fram skipulagslýsingu til kynningar á aðalskipulagsbreytingunni. Þar koma m.a. fram hvaða
áherslur eru ráðandi við gerð skipulagsins og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu. Lýst er fyrirhuguðu skipulagsferli og hvernig kynningu og
samráði verður háttað gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
Skipulagslýsingin liggur frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, svo að þeir sem
þess óska geti kynnt sér tillöguna og komið með ábendingar. Þeir sem vilja koma ábendingum til skipulagsnefndar er bent á að senda
þær til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, 600 Akureyri og/eða í tölvupósti (arnarb@akureyri.is) þar sem nafn,
kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
Skipulagslýsingin - verkáætlun fyrir
aðalskipulagsbreytingu
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar