Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 3. nóvember 2009 samþykkt endurskoðað deiliskipulag fyrir Búðargil. Deiliskipulagssvæðið nær til lóðar nr. 2 við Sunnutröð í Búðargili.
Í deiliskipulaginu felast nokkrar breytingar frá gildandi deiliskipulagi, m.a. verður hámarksstærð frístundahúsa 185m2 í stað 78 m2 áður. Byggingarreitir B og E stækka. Á byggingarreit A verður heimilt að byggja þjónustuhús og frístundahús á tveimur hæðum en hámarkshæð verður óbreytt og byggingarmagn eykst úr 250 m2 í 600 m2. Gistirýmum fjölgar úr 132 í 178 og bílastæðum fjölgar úr 43 í 69.
Tillagan var auglýst frá 2. september til 14. október 2009. Fjórar athugasemdir bárust, en leiddu þær ekki til breytinga. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar.
Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála með kæru sbr. 8. gr. skipulags- og byggingarlaga. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins, sjá B-deild Stjórnartíðinda.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar