Deiliskipulagsbreyting fyrir Gleráreyrar 1-10

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 7. september 2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir verksmiðjusvæðið á Gleráreyrum.

Skipulagssvæðið nær til Gleráreyra 1-10 og felst breytingin m.a. í færslu á gatnamótum við Borgarbraut, lóðastærðum og göngustígum.

Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags og byggingarlaga og bárust tvær athugasemdir sem leiddu til breytinga á skipulaginu. Settar voru inn kvaðir um lagnir og Akureyrarbæ gert heimilt að tengja inná regnvatnskerfi Gleráreyra 1. Lagfæringar voru gerðar á byggingarreit og gangstígum. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar. Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála með kæru sbr. 8. gr. skipulags- og byggingarlaga. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan