Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut - Kynning vegna deiliskipulagsgerðar

Um þessar mundir er unnið að gerð deiliskipulags fyrir Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut. Tillagan er gerð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Framkvæmdin er einnig tilkynningarskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Bæjarstjórn Akureyrar hefur lagt fram til kynningar lýsingu á skipulagsverkefninu ásamt matslýsingu og tilkynningu framkvæmdar. Þar koma m.a. fram hvaða áherslur eru ráðandi við gerð deiliskipulagsins og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu. Lýst er fyrirhuguðu skipulagsferli og hvernig kynningu og samráði verður háttað gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.

Tengill við greinargerðina er hér að neðan en hún liggur einnig frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og komið með ábendingar.

Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut

Þeir sem vilja koma ábendingum til skipulagsnefndar er bent á að senda þær á netfangið skipulagsdeild@akureyri.is eða skila þeim skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 600 Akureyri.

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan