Skipulagsstjóri vill vekja athygli á eftirfarandi breytingum á umferðarmálum á Akureyri sem tekið hafa gildi með auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu.
Samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, að fenginni samþykkt bæjarstjórnar Akureyrar þann 15.4. 2003 og samkvæmt afgreiðslu skipulagsnefndar þann 12.8. 2009 eru hér með settar eftirfarandi reglur um umferð á Akureyri:
30 km hverfi.
Eftirtaldir bæjarhlutar verða gerðir að hverfum/götum með 30 km hámarkshraða og afmarkast af:
Hlíðarbraut og Borgarbraut (Giljahverfi). Gatan Merkigil verður þó áfram með 50 km hámarkshraða.
Borgarbraut, Hlíðarbraut, Austursíða og Síðubraut (Síðuhverfi). Göturnar Miðsíða og Vestursíða verða þó áfram með 50 km hámarkshraða.
Borgarbraut og Dalsbraut (Norðurslóð).
Þingvallastræti og Dalsbraut (Gerðahverfi II).
Þingvallastræti, Miðhúsabraut og Mýrarvegur (Lundahverfi).
Þingvallastræti, Mýrarvegur og Þórunnarstræti (Teigahverfi og Suður-Brekka).
Hörgárbraut og Undirhlíð (Holtahverfi göturnar Lyngholt og Stórholt).
Þórunnarstræti (Suður Brekka, gatan Sunnutröð).
Biðskylda verður á allar götutengingar inn á Óðinsnes og Krossanesbraut.
Akureyri, 10. mars 2010.
Pétur Bolli Jóhannesson
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar