Breytt landnotkun Íþróttavallarsvæðisins á Akureyri - tillögur vinnuhóps um uppbyggingu og undirbúning að deiliskipulagsgerð

Vinnuhópur um breytta landnotkun aðalíþróttavallar Akureyrar, sem skipaður var í byrjun árs 2007, hefur skilað af sér lokaskýrslu. Vinnan grundvallaðist á ákvæðum í samþykktu aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir blandaðri landnotkun útivistarsvæðis, íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu á svæðinu.

Hér er um að ræða hugmyndir um framtíðarskipulag svæðisins en ljóst er að uppbygging á svæðinu er langtímaverkefni sem ekki verður ráðist í á allra næstu árum. Hugmyndir hópsins eru lagðar fram sem upplegg til tjáskipta og umræðu. Sjá lokaskýrsluna.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan