Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur samþykkt fjórar tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.
Akureyrarflugvöllur
Tillagan var auglýst frá 1. september til 13. október 2010. Engin athugasemd barst og umsagnir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni.
Stækkun golfvallar að Jaðri
Tillagan var auglýst frá 13. október til 24. nóvember 2010. Ein athugasemd barst. Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdina og sent þeim sem athugasemd gerði umsögn sína. Athugasemdin gaf ekki tilefni til breytinga á tillögunni.
Landnotkun í landi Hlíðarenda
Tillagan var auglýst frá 20. október til 1. desember. 2010. Engin athugasemd barst en vegtengingu var breytt eftir umsögn Vegagerðarinnar.
Svæði fyrir þjónustustofnun við Vestursíðu
Tillagan var auglýst frá 5. nóvember til 17. desember 2010. Engin athugasemd barst.
Aðalskipulagsbreytingarnar hafa verið sendar til Skipulagsstofnunar sem gerir tillögur til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu erindanna.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögurnar og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, 3. hæð í Ráðhúsi Akureyrar.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar