Breyting hefur verið samþykkt á deiliskipulagi hafnarsvæða sunnan Glerár, vegna þjónustuhúss við Oddeyrarbryggju

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. október 2009 samþykkt breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæða sunnan Glerár. Deiliskipulagsbreytingin fellst í því að afmörkuð er 384 m2 lóð, vestan Oddeyrarskála við Strandgötu, með byggingarreit fyrir þjónustuhús fyrir farþegaskip sem leggjast að Oddeyrarbryggju.

Tillagan var auglýst frá 3. júní til 15. júlí 2009. Engar athugasemdir bárust. Við lokafrágang skipulagstillögunnar voru gerðar minniháttar lagfæringar til samræmis við endanlega hönnun. Deiliskipulagsbreytingin tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 7. október 2009.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar. Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála með kæru sbr. 8. gr. skipulags- og byggingarlaga. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins.

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan