Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. apríl 2011 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, vegna svæðis fyrir dreifistöð raforku við Síðubraut.

Breytingin felur í sér að skilgreint er iðnarðarsvæði við gatnamót Síðubrautar og Hlíðarfjallsvegar. Þar er gert ráð fyrir dreifistöð fyrir raforku. Þéttbýlismörkum er breytt svo svæðið falli innan þéttbýlis.

Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar - uppdráttur og greinagerð

Breytingin telst óveruleg og hefur fengið meðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, 3. hæð í Ráðhúsi Akureyrar.

 

28. apríl 2011

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan