Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Breytingar á gatnakerfi.

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 18. maí 2010 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna tenginga innra gatnakerfis Akureyrar við stofn- og tengibrautir.

Tillagan var auglýst frá 17. mars til 28. apríl 2010. Fimm athugasemdir bárust. Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Athugasemdirnar gáfu ekki tilefni til breytinga á tillöguninni. Bætt var við tengingu frá Leiruvegi inn á svæði smábátahafnar á Leirunni, 2.61.18 O eftir umsögn Vegagerðarinnar.

Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu erindisins.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, 3. hæð í Ráðhúsi Akureyrar.

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

?

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan