Breiðholt, hesthúsahverfi. Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi - Lokið

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi, samþykkt í bæjarstjórn 18. maí 2010.

Skipulagssvæðið nær til hesthúsahverfisins Breiðholts sem afmarkast af Súluvegi í norðri, raflínum frá Rangárvöllum í vestri og óbyggðu svæði ofan golfvallar í suðri og austri. Með endurskoðun skipulagsins eru gerðar nokkrar breytingar á lóðamörkum og skilgreindir byggingarreitir á öllum lóðum hverfisins þannig að unnt verði á grundvelli deiliskipulags að taka afstöðu til nauðsynlegra endurbóta, viðbygginga og endurbyggingar húsa á svæðinu.

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 27. maí til 8. júlí 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.

Breiðholt , skipulagsuppdráttur - tillaga

Breiðholt, greinargerð - tillaga

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 fimmtudaginn 8. júlí 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

                                                  27. maí 2010

                                                  Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan