Athugun á þörf fyrir lagningu Dalsbrautar - Sunnan Þingvallastrætis. Mars 2010

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Akureyrar er gert ráð fyrir tengibraut milli Miðhúsabrautar og Þingvallastrætis, Dalsbraut, í beinu framhaldi af núverandi Dalsbraut.

Markmið þessa verkefnis er að athuga þörf fyrir þennan hluta Dalsbrautar út frá ástandi umferðar í nágrenni hennar.

Athugun á þörf fyrir lagningu Dalsbrautar - skýrsla

Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis er ekki nauðsynleg vegna umferðarþunga í fyrirséðri framtíð, en lagning hennar myndi engu að síður draga að sér umferð og því létta á eða a.m.k. draga úr vexti umferðar á öðrumleiðum eins og á Þingvallastræti, Þórunnarstræti og Hlíðarbraut.

Til að þjónusta núverandi umferð og mæta umferðaraukningu í framtíðinni er mikilvægt að bæta gatnamót Þingvallastrætis og Miðhúsabrautar sem fyrst.

Lagning Dalsbrautar sunnan Þingvallastrætis stuðlar að styttri akstursvegalengdum milli hverfa og heilsteyptara gatnakerfi. Til þess að ná þessum markmiðum þarf götu með einni akrein í hvora átt, alla leið.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan