Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018. Tillaga að breytingu vegna afmörkunar kirkjugarðs á Naustahöfða

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018 samþykkta í bæjarstjórn 20. október 2009.

Breyting er gerð á opnu svæði til sérstakra nota 2.61.11 O, fyrir kirkjugarð á Naustahöfða. Tillagan gerir ráð fyrir að svæðið stækki úr 9,0 ha í 10,4 ha. Núverandi bílastæði vestan garðsins og ný stæði sunnan hans verða innan nýrra lóðamarka og er landnotkunarreit aðalskipulagsins breytt til samræmis við það. Afmörkun stofnanasvæðis 2.61.12 S fyrir kapellu á Höfðanum breytist lítillega á norðurmörkum.

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 4. nóvember til 16. desember 2009 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.

Kirkjugarður á Naustahöfða - aðalskipulagsbreyting

Samhliða þessari auglýsingu er auglýst tillaga að deiliskipulagi kirkjugarðsins skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 þar sem skilgreindar eru þrjár lóðir, fyrir kapellu, áhaldahús og kirkjugarðssvæði. Athugasemdafrestur hennar er frá 4. nóvember til 16. desember 2009.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 16. desember 2009 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

4. nóvember 2009

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan