Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018 samþykkta í bæjarstjórn 21. október 2008.
Með breytingunni verður afmarkað um 5,1 ha opið svæði til sérstakra nota, 2.61.18 O, sem ætlað er undir smábátahöfn með um 50-100 bátalægjum og starfsemi siglingaklúbbs. Gert er ráð fyrir nýrri 4,7 ha landfyllingu vestast á Leirunni norðan Leiruvegar.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 11. mars til 22. apríl svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið/Skipulag og lausar lóðir.
Breyting á aðalskipulagi. Smábátahöfn á Leirunni - uppdráttur
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 22. apríl 2009 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
11. mars 2009
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar