Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018 samþykkta í bæjarstjórn 17. febrúar 2009.
Með breytingunni er afmarkað 0,7 ha opið svæði til sérstakra nota, 1.33.16 O, norðan Skarðshlíðar. Opið svæði minnkar að sama skapi. Austurmörk íbúðarsvæðisins 1.33.13 Íb, eru lagfærð til samræmis við lóðamörk. Gert er ráð fyrir æfingasvæði í tengslum við íþróttasvæði Þórs handan Skarðshlíðar.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 4. mars til 15. apríl svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið/Skipulag og lausar lóðir.
Æfingasvæðið við Skarðshlíð - aðalskipulagsbreyting, uppdráttur
Samhliða þessari auglýsingu er auglýst tillaga að deiliskipulagi skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 þar sem skilgreind eru lóðarmörk æfingasvæðis fyrir frjálsar íþróttir sem stækkar núverandi íþróttasvæði Þórs við Skarðshlíð.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 15. apríl 2009 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
4. mars 2009
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.