Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018. Tillaga að breytingu í Sandgerðisbót

Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018 samþykkta í bæjarstjórn 16. desember 2008.

Í breytingartillögunni felst að gert er ráð fyrir 0,3 ha landfyllingu við innsiglinguna í smábátahöfnina í Sandgerðisbót, hafnarsvæði 1.32.2 H. Grjótgarður inni í höfninni verður fjarlægður og strandlínan innst í höfninni lagfærð til samræmis við núverandi stöðu. Afmörkun hafnarsvæðisins og aðliggjandi svæða breytist lítillega.

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 25. mars til 6. maí svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið/Skipulag og lausar lóðir.

Sandgerðisbót - aðalskipulagsuppdráttur

Samhliða þessari auglýsingu er auglýst tillaga að deiliskipulagi Sandgerðisbótar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 þar sem bætt er við nýrri lóð fyrir verbúð, innsigling inn í smábátahöfnina er bætt sem og önnur aðstaða fyrir smábátasjómenn. Athugasemdafrestur hennar er frá 25. mars til 6. maí 2009.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 6. maí 2009 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

25. mars 2009

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan