Útboð á framkvæmdum við jarðvegsskipti á íþróttasvæði KA á Akureyri
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í jarðvegsskipti og jöfnun undir gerfigras ásamt malbikun stétta á nýjum æfingavelli á félagssvæði KA.
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar, fyrir hönd Vegagerðarinnar, Norðurorku, Mílu og Tengis, óskar eftir tilboðum í endurbætur og breytingar, lagningu fráveitu-, hitaveitu- og vatnslagna og lagningu á rafstrengjum og fjarskiptalögnum í götur og gangstéttar í Tryggvabraut milli Glerárgötu og Hvannavalla og Hvannavelli frá Glerárgötu að Tryggvabraut. Einnig er um að ræða nýtt hringtorg á gatnamótum Tryggvabrautar og Hvannavalla.
Útboð á framkvæmdum við gervigrasvelli á íþróttasvæði KA ásamt endurnýjun á gervigrasi sparkvalla á Akureyri
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í eftirfarandi framkvæmdir:
- Æfingavöllur KA vor 2022: Endurnýjun á grasi og yfirferð á púða á æfingarvelli og flutningur á eldra grasi að hluta á nýjan völl sem kallaður er Nývangur.
- Keppnisvöllur KA vor 2023: Útvegun og fullnaðarfrágangur gervigrass, púða, búnaðar og öðru sem til þarf.
- Sparkvellir við Síðuskóla, Glerárskóla og Naustaskóla sumar 2022: Endurnýjun á gervigrasi ásamt fjöðrunarlagi og fullnaðarfrágangi.
Skautahöllin á Akureyri - útboð á viðbyggingu við félagsaðstöðu
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í stækkun efri hæðar og bæta við þeirri þriðju í norður enda Skautahallarinnar, byggja stigahús og koma fyrir lyftu samkvæmt verklýsingu, samtals gólfflötur er um 300 m² og viðbygging stigahús er um 30 m².
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar (UMSA), fyrir hönd Akureyrarbæjar, Norðurorku, Mílu og Tengis, óskar eftir tilboðum í jarðvegsskipti og lagningu fráveitulagna, hitaveitulagna, vatnslagna, rafstrengja, fjarskiptalagna og ídráttarröra í götur og stíga í Holtahverfi á Akureyri.
Útboð á rekstri kaffihúss í Lystigarðinum á Akureyri
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar leitar eftir aðila/aðilum til að annast rekstur á kaffihúsi í Lystigarðinum á Akureyri frá og með 1. janúar 2022.