Útboð á vallarlýsingu á Þórssvæði

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar fyrir hönd Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í vallarlýsingu á nýjan gervigrasvöll og æfingsvæði á íþróttasvæði Þórs á Akureyri.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með miðvikudeginum 11. desember 2024.

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en þann 29. janúar 2025 kl. 11:00 og verða tilboð opnuð á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.