Umhverfis- og mannvirkjasvið fyrir hönd Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í byggingu á nýrri steinsteyptri, eftirspenntri göngubrú yfir Glerá, um 50 metrum ofan við núverandi vegbrú á Hörgárbraut, stígagerð fyrir aðliggjandi göngu- og hjólastíga ásamt gangbraut yfir Borgarbraut til móts við Glerártorg.
Jafnframt er um að ræða byggingu jöfnunarstöðvar fyrir Strætisvagna Akureyrar sem felur í sér biðskýli sem er að mestu byggt úr steypu og stáli sem og þjónustuhúsnæði sem hýsir kaffi- og salernisaðstöðu fyrir starfsfólk, almenningssalerni sem og tæknirými, auk þess skal bílaplani fyrir Strætisvagna Akureyrar og landsbyggðarstrætó sem og „sleppistæði“ við svæðið.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með miðvikudeginum 26. mars 2025.
Bjóðendum er boðið til kynningarfundar í Ráðhúsi Akureyrarbæjar 4. hæð þann 9. apríl 2025 kl. 13:00
Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en þann 15. maí 2025 kl. 11:00