Norðurslóð - umsókn um lóð fyrir stúdentagarða

Málsnúmer 2025030249

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 441. fundur - 12.03.2025

Lagt fram erindi Jóhannesar B. Guðmundssonar dagsett 6. mars 2025, f.h. Fésta þar sem formlega er sótt um lóð D við Norðurslóð á Háskólasvæðinu til samræmis við nýsamþykkta deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en þar sem um er að ræða úthlutun lóðar án auglýsingar er afgreiðslu málsins vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3560. fundur - 18.03.2025

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. mars 2025:

Lagt fram erindi Jóhannesar B. Guðmundssonar dagsett 6. mars 2025, f.h. Fésta þar sem formlega er sótt um lóð D við Norðurslóð á Háskólasvæðinu til samræmis við nýsamþykkta deiliskipulagsbreytingu.

Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en þar sem um er að ræða úthlutun lóðar án auglýsingar er afgreiðslu málsins vísað til bæjarstjórnar.

Andri Teitsson kynnti.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að lóð D við Norðurslóð verði úthlutað til Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri án auglýsingar með vísun í heimild í gr. 2.3 í reglum bæjarins um úthlutun lóða.