Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. mars 2025:
Erindi dagsett 5. mars 2025 þar sem Jóhann Þór Jónsson f.h. atNorth ehf. sækir um lóðir c, d og e á athafnasvæði við Hlíðarvelli til uppbyggingar á gagnaveri. Er jafnframt óskað eftir að lóðirnar verði sameinaðar núverandi lóð gagnavers atNorth við Hlíðarvelli.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi erindi þar sem um er að ræða framhald uppbyggingar sem hófst á svæðinu árið 2021. Skipulagsráð telur mikilvægt áður en að úthlutun kemur þá verði gerður samningur um nýtingu glatvarmans sem verður til við uppbygginguna. Ákvörðun um úthlutun lóðanna til umsækjanda er vísað til bæjarstjórnar sbr. ákvæði gr. 2.3 í reglum um úthlutun lóða.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Til máls tók Sunna Hlín Jóhannesdóttir.