Hlíðarvellir - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2025030163

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 441. fundur - 12.03.2025

Erindi dagsett 5. mars 2025 þar sem Jóhann Þór Jónsson f.h. atNorth ehf. sækir um lóðir c, d og e á athafnasvæði við Hlíðarvelli til uppbyggingar á gagnaveri. Er jafnframt óskað eftir að lóðirnar verði sameinaðar núverandi lóð gagnavers atNorth við Hlíðarvelli.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi erindi þar sem um er að ræða framhald uppbyggingar sem hófst á svæðinu árið 2021. Skipulagsráð telur mikilvægt áður en að úthlutun kemur þá verði gerður samningur um nýtingu glatvarmans sem verður til við uppbygginguna. Ákvörðun um úthlutun lóðanna til umsækjanda er vísað til bæjarstjórnar sbr. ákvæði gr. 2.3 í reglum um úthlutun lóða.

Bæjarstjórn - 3561. fundur - 01.04.2025

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. mars 2025:

Erindi dagsett 5. mars 2025 þar sem Jóhann Þór Jónsson f.h. atNorth ehf. sækir um lóðir c, d og e á athafnasvæði við Hlíðarvelli til uppbyggingar á gagnaveri. Er jafnframt óskað eftir að lóðirnar verði sameinaðar núverandi lóð gagnavers atNorth við Hlíðarvelli.

Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi erindi þar sem um er að ræða framhald uppbyggingar sem hófst á svæðinu árið 2021. Skipulagsráð telur mikilvægt áður en að úthlutun kemur þá verði gerður samningur um nýtingu glatvarmans sem verður til við uppbygginguna. Ákvörðun um úthlutun lóðanna til umsækjanda er vísað til bæjarstjórnar sbr. ákvæði gr. 2.3 í reglum um úthlutun lóða.


Halla Björk Reynisdóttir kynnti.


Til máls tók Sunna Hlín Jóhannesdóttir.


Bæjarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að úthluta þremur lóðum að Hlíðarvöllum, merktar c, d og e í deiliskipulagi, til atNorth ehf. án auglýsingar með vísan til 2.3. gr. í reglum um úthlutun lóða. Er gert ráð fyrir að í kjölfar úthlutunar verði gerð breyting á deiliskipulagi sem felur í sér að lóðirnar þrjár, auk svæðis sem fara átti undir vegsvæði, verði sameinaðar lóð Hlíðarvalla 1. Mikilvægt er að gott samráð verði við Norðurorku um útfærslu breytingarinnar og að tekið sé tillit til fyrirliggjandi umsagnar dagsettri 26. mars 2025.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt með átta atkvæðum að gatnagerðargjald verði 15% sbr. heimild 1. mgr. 5.2. gr. í gjaldskrá gatnagerðar- og byggingarréttargjalda í Akureyrarbæ nr. 24/2024. Til viðbótar við gatnagerðargjald leggst á byggingarréttargjald til samræmis við gjaldskrá Akureyrarbæjar þar um.

Samþykkt bæjarstjórnar er með fyrirvara um að gerður verði samningur við atNorth um nýtingu glatvarma sem til verður við starfsemina. Skal samningurinn staðfestur af bæjarráði.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista sitja hjá og óska bókað:


Í reglum um úthlutun lóða er skipulagsráði í sérstökum undantekningartilvikum heimilt að veita vilyrði eða úthluta lóð/lóðum án undangenginnar auglýsingar að fengnu samþykki bæjarstjórnar. Tillagan sem nú liggur fyrir bæjarstjórn gerir ráð fyrir að lóðum undir gagnaver sé úthlutað í þriðja sinn án auglýsingar til tiltekins fyrirtækis, en án alls rökstuðnings þar um. Stöldrum heldur við í þetta sinn og gefum viðkomandi fyrirtæki svigrúm til þess að reisa fyrirhugaða skrifstofubyggingu, sem átti að rísa eftir fyrstu lóðarúthlutun. Gefum umsækjanda jafnframt tækifæri til að sýna fram á að hægt sé að nýta glatvarmann frá húsunum úr annarri úthlutun, því ekki var hægt að nýta hann frá fyrstu húsunum. Þá fyrst getum við samþykkt þessa úthlutun.