Hlíðarfjall - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2025021085

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 440. fundur - 26.02.2025

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem felur í sér stækkun á íþróttasvæði Hlíðarfjalls merkt ÍÞ10 til samræmis við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarfjalls.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði.

Bæjarstjórn - 3559. fundur - 04.03.2025

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. febrúar 2025:

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem felur í sér stækkun á íþróttasvæði Hlíðarfjalls merkt ÍÞ10 til samræmis við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarfjalls.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fram lagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar sem felur í sér stækkun á íþróttasvæði Hlíðarfjalls. Bæjarstjórn tekur undir að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði.