Eiðsvallagata 34 - óveruleg deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2025020700

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 440. fundur - 26.02.2025

Erindi dagsett 17. febrúar 2025 þar sem Arnþór Tryggvason f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar óskar eftir óverulegri deiliskipulagsbreytingu við Eiðsvallagötu 34.

Breytingin felur í sér að byggingarreitur er stækkaður til norðurs til að koma fyrir utanábyggðum lyftustokki.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Þórhallur Jónsson D-lista og Helgi Jóhannsson M-lista sitja hjá við atkvæðagreiðslu.