Mötuneyti og matvælaöryggi í mötuneytum á fræðslu- og lýðheilsusviði

Málsnúmer 2025020514

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 68. fundur - 26.02.2025

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri kynnti minnisblað um stöðu í mötuneytum leik- og grunnskóla og mötuneyta í félagsmiðstöðvunum Birtu og Sölku.


Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Eyrún Skúladóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Róar Björn Ottemo fulltrúi foreldra leikskólabarna og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðsluáætlun í mötuneytum í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar lögð fram til kynningar og umræðu.