Malbikun 2025 - viðhald og nýframkvæmdir

Málsnúmer 2025020492

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 180. fundur - 04.03.2025

Lögð fram minnisblöð dagsett 14. febrúar 2025 varðandi malbikun gatna og stétta á Akureyri á árinu 2025.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 182. fundur - 01.04.2025

Lagt fram minnisblað dagsett 27. mars 2025 vegna opnunar tilboða í malbikun sumarið 2025. Tvö tilboð bárust í hvorn flokk.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli fyrirliggjandi tilboða og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að ganga frá samningi við Malbikun Akureyrar ehf.