Endurbætur og viðhald á göngugötunni

Málsnúmer 2025020491

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 179. fundur - 18.02.2025

Lagt fram minnisblað dagsett 13. febrúar 2025 varðandi ástand og viðhald á göngugötunni.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samræmi við minnisblaðið og umræður á fundinum. Einnig beinir ráðið því til skipulagsráðs að taka tillit til ástands götunnar við ákvörðun um lengd sumarlokunar göngugötunnar og draga þannig úr umferð bifreiða.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ingimar Eydal B-lista og Halla Birgisdóttir Ottesen F-lista óska bókað:

Það er löngu tímabært að fara í allsherjar endurbætur á göngugötunni og Ráðhústorgi á grundvelli heildarsýnar, fremur en að neyðast í sífellu til að fara í minniháttar lagfæringar. Það er miður að ekki sé gert ráð fyrir því nauðsynlega fjármagni í það verkefni í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins á árunum 2025-2028.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 180. fundur - 04.03.2025

Lögð fram og kynnt hönnun á Hafnarstræti, Ráðhústorgi og næsta umhverfi sem var sett fram árið 2020.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.