Tjón að völdum óveðurs - vika 6 2025

Málsnúmer 2025020490

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 180. fundur - 04.03.2025

Lagt fram minnisblað dagsett 14. febrúar 2025 varðandi skemmdir vegna óveðurs sem gekk yfir 5. og 6. febrúar 2025, hvað þarf að gera til þess að koma í veg fyrir að þær endurtaki sig og hver á að framkvæma.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur formanni ráðsins og sviðsstjóra að hefja viðræður við stjórn Norðurorku um að skýra verkaskiptingu milli Akureyrarbæjar og Norðurorku hvað varðar fráveitu. Ljóst er að fara þarf í verulegar endurbætur á kerfinu til þess að tryggja að tjón endurtaki sig ekki.