Menningarsjóður 2025 - styrkumsóknir

Málsnúmer 2025020390

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3880. fundur - 13.02.2025

Farið yfir umsóknir um styrki úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar 2025 og lagðar fram til umræðu tillögur um afgreiðslu þeirra. Alls bárust 42 umsóknir um verkefnastyrki, 10 umsóknir um samningsbundna styrki og ein umsókn um sumarstyrk ungra listamanna. Alls var sótt um styrki að upphæð kr. 20.381.000 og lagt til að veita styrki að upphæð kr. 9.230.000.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fram lagðar tillögur um afgreiðslu umsókna um styrki úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar 2025.